Tuesday, October 11, 2005

hmm

HMM

Wednesday, August 03, 2005

um lokafrágang

Nokkur atriði sem ég hef rekist oft á og ég vil að þið tékkið á áður en þið skilið ritgerð:



Efnisyfirlit er illa sett upp. Það er ekki samræmi í útliti og stundum eru punktar á eftir kaflaheitum stundum ekki. Hér er samræmi lykilorðið. Eru blaðsíðutölin ekki örugglega rétt.
Flettið í gegnum ritgerðin og skoðið hvort leturgerð og línubil sé ekki alltaf það sama.
Þá eru það fyrirsagnirnar er samræmi í þeim t.d. hvað varðar leturstærð og staðsetningu á síðu.
Þá eru það töflurnar (ef við á). Eru þær allar eins! Er uppsetning alltaf eins? Skoðið hverja töflu fyrir sig vandlega og skoðið hvort samræmi sé í uppsetningu og hvort punktar séu alls staðar þar sem þeir eiga að vera.
Myndir eru þær eins uppsettar. Er samræmi í notkun lita í þeim. Er samræmi í því hvar ásarnir byrja (á 0 t.d.)
Fara í gegnum ritgerðin og skoða hvort allar heimildir séu ekki örugglega í heimildaskrá (þetta er í ólagi í meirihluta ritgerða sem skilað er inn þannig að þetta er möst!)
Skoða vandlega stafsetningu á nöfnum erlendra höfunda
Fara yfir heimildaskrána og skoða hvort þar séu heimildir sem ekki er vísað í þær eiga þá að fara út.
Fara vandlega yfir uppsetningu á heimildaskrá. Þið notið annað hvort APA eða kerfi Baldur og Indriða. Hvert bil og hver punktur og komma þarf að vera á sínum stað. Það getur verið ágætt að fara fyrst yfir allar tímaritsgreinar sjá hvort samræmi er í uppsetningu og það í samræmi við kerfið sem er notað. Síðan að fara yfir bækur og …….
Er heimildaskráin ekki örugglega í stafrófsröð
Eru viðaukar númeraðir og merktir?
Prófarkalestur!! Notið þá möguleika sem eru í boði af “sjálfvirkum prófarkalestri” t.d. notið Word til að finna þar sem eru tvö bil á milli orða, notið Tölvuorðbók til að lesa yfir
Notið íslenskar gæsalappir sjá t.d. http://www.vma.is/Gryfjan/sertakn.html
Ekki byrja kafla á að draga inn (með greinaskilum)
Athugið hvort of mikið sé af greinaskilum (ekki ein setning og síðan greinaskil)






Viðauki I: Frágangur meistaraprófsverkefna

Um frágang meistaraprófsverkefna gilda eftirfarandi reglur:

Ritgerðin skal bera sérstaka titilsíðu með heiti verkefnis, nafni höfundar, skilamánuði, ártali og nafni skólans. Heiti verkefnis skal vera lýsandi um inntak þess. Einnig skal standa á titilblaði að um lokaverkefni til M.Ed.-prófs sé að ræða. Uppsetning á titilsíðu skal vera í samræmi við fyrirmynd sem Kennaraháskóli Íslands gefur út. Í formála skal geta leiðsögukennara og annarra aðstoðarmanna. Einnig skulu koma fram í formála upplýsingar um vægi verkefnisins í einingum.

Á eftir titilblaði skal fara stutt ágrip, hálf til ein síða. Þar á eftir fer sundurliðað efnisyfirlit. Kaflaskipt meginmál ritgerðarinnar hefst þegar á eftir efnisyfirliti. Ef sérstakt yfirlit er í ritgerðinni um myndir og töflur skal það koma á eftir almennu efnisyfirliti og á undan meginmáli. Meginkaflar ritgerðarinnar skulu ávallt byrja með fyrirsögn á nýrri blaðsíðu u.þ.b. 2-3 sm neðar en meginmál á venjulegri síðu. Ef um er að ræða viðauka sem fylgja ritgerðinni skulu þeir vera tölusettir á eftir meginmáli og heimildaskrá. Ef nafnaskrá eða atriðisorðaskrá fylgja ritgerðinni skulu þær koma á eftir heimildaskrá.

Í lok ritgerðar skal vera nákvæm heimildaskrá. Leiðbeiningar um frágang heimildaskrár og tilvitnana er að finna í Skráningu heimilda og tilvísana í fræðilegum ritgerðum eftir Baldur Sigurðsson og Indriða Gíslason. (Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands 1993). Einnig má nota tilvísanakerfi American Psychological Association (APA). Því er lýst í Publication Manual of the American Psychological Association 4. útg. Kerfi þetta hefur verið staðfært fyrir Ísland og er lýsingu á því að finna í Handbók sálfræðiritsins eftir Einar Guðmundsson og Júlíus K. Björnsson.

Verkefnið skal tölvusett eða vélritað á A4 síður. Spássía við kjöl skal vera 4-4,5 sm, en 2,5-3 sm við blaðrönd. Nota skal 14p Times letur eða annað sambærilegt krókaletur. Þá skal nota eitt og hálft eða tvöfalt línubil. Ritgerðin skal öll, að viðaukum meðtöldum, vera með samfelldu blaðsíðutali.

Tölusetning hefst með titilsíðu. Blaðsíðutal skal vera neðst á síðu fyrir miðju.

Tékklisti

Tékklisti við lokafrágang meistaraprófsritgerð

Er forsíða í samræmi við leiðbeiningar í kennsluskrá

Fylgir ágrip á íslensku og ensku

Er efnisyfirlit og eru þau blaðsíðutöl sem það vísar í rétt
• Er fullkomið samræmi í uppsetningu efnisyfirlitsins?
• Ekki er settur punktur á eftir kaflaheitum


Kaflaheiti
• Farið eina umferð yfir ritgerðina og skoðið hvort samræmi sé í kaflaheitum (t.d. leturgerð).

Jöfnun á síðu og letur
Farið eina umferð og skoðið hvort jöfnun á síður sé allsstaðar eins (ekki stundum jafnað og stundum ekki). Skoðið einnig hvort letur og línubil sé allsstaðar það sama í ritgerðinni.

Gæsalappir og strik
• Notið íslenskar gæsalappir „niðri og uppi og snúa rétt“
• Gerið greinamun á bandstriki (félags- og stjórnmálafræði) og tengistriki (3–7 ára)

Greinaskil
• Annað hvort inndregin greinaskil eða aukabil á milli lína. Farið eina umferð yfir ritgerðina til að skoða hvort greinaskil eru alltaf eins gerð.
• Ekki eiga að vera inndregin greinaskil eftir kaflaheiti.

Stafsetning
• Látið prófarkalesa ritgerðina. Notið einnig forrit sem finna villur. Það er EKKI hlutverk leiðsögukennara að prófarkalesa fyrir ykkur.

Ýmislegt
Skrifið lágar tölur með bókstöfum.

Aukabil á milli orða
Byrjið á því að smella á þá ættuð þið að sjá punta á milli orða sem sína fjölda bila

Sbr.



Takið út öll tvöföld bil og það eiga ekki að vera tvöföld bil á eftir punkti.

Þið getið líka notað Edit --- Find og látið tölvuna leita að tvöföldum bilum.



Þið fáið þá upp þessa mynd og í bilið fyrir aftan Find what setjið þið tvö bil. Síðan smellið þið á Find Next.





Heimildaskrá
Það gæti tekið heilan dag að ganga frá heimildaskrá – gefið ykkur tíma.

Fyrst notið eitthvert viðurkennt kerfi. Farið yfir hverja heimild og berið saman við kerfið. Það er ágætt að taka allar tímaritsgreinar og bera saman, síðan allar bækur og svo koll af kolli. Þetta er mikil nákvæmisvinna því hver punktur og komma þarf að vera á sínum stað.

Mér finnst gott að fara eina umferð og skoða hvort punktar séu á réttum stöðum við ártalið, aðra til að skoða hvort punktar séu alltaf við lok hverrar heimildar og þannig koll af kolli (gott kaffi hjálpar við þessa vinnu!)

Passið sérstaklega stafsetningu á erlendum heimildum.

Athugið hvort heimildaskrá sé í réttri stafrófsröð.

Berið saman ritgerð og heimildaskrá.
• Eru allir heimildar sem vísað er í í heimildaskrá
• Takið út úr heimildaskrá það sem ekki er vísað í
• Eru öll ártöl rétt (samræmi milli ritgerðar og heimildaskrár)
• Er talin upp réttur fjöldi höfunda.

Beinar tilvitnanir þarf að lesa saman við frumheimildina.

Vinsamlega athugið. Þetta er vinna sem þið eigið að framkvæma (eða láta gera t.d. prófarkalestur). Þetta er ekki verkefni leiðbeinanda ykkar eða umsjónarmanns námsins. Vandið frágang það gleður alltaf prófdómara ykkar.

Thursday, April 07, 2005

Kerfi við skráningu heimilda

Ætlast er til að þið notið kerfi við skráningu heimilda í meistaraprófsritgerðum. Tvö kerfi eru algengustu það er kerfi Baldurs Sigurðssonar og Indriða Gíslasonar sem kynnt var í litlum bæklingi og gefið út af Rannsóknarstofnun KHÍ.
Hitt er APA kerið (kerfi sem ameríska sálfræðingafélagið hefur verið að móta).
Upplýsingar um APA má finna í:
Gagnfræðakver handa háskólanemum eftir Friðrik Jónsson og Sigurður J Grétarsson
Handbók sálfræðiritsins eftir Júlíus Björnsson og Einar Guðmundsson
Manual American Psychological Ass.
http://www.wisc.edu/writing/Handbook/DocAPACitations.html
http://www.wisc.edu/writing/Handbook/DocAPAReferences

Um heimildir

Það fyrsta sem mig langar til að ræða eru heimildir sem notaðar eru í meistaraprófsritgerðum.

1. Aldur heimilda:
Einu sinni heyrði ég að þú ættir aldrei að nota heimildir sem væru eldri en 5 ára nema þær væru þá að minnsta kosti 100 ára! Klassískar heimildir eru oft mjög gamlar og þær á að nota. Aðrar heimildir eiga að vera eins nýjar og mögulegt er.

2. Námsritgerðir sem heimildir:
Vísið helst ekki í M.Ed./M.A/M.S ritgerðir nema þar sé að finna niðurstöður rannsókna sem tengjast efni ritgerðar ykkar. T.d. ef þið skrifið um sérkennslu á Íslandi þá er í lagi að vísa í niðurstöður úr öðrum M.Ed. ritgerðum um sama efni. Vísið EKKI í fræðilega hluta slíkra ritgerða. Þó nemandi hafi skrifað um Piaget í fræðilega hluta í M.Ed. ritgerð þá ætti helst ekki að vísa í slíkt þið eigið að lesa Piaget sjálf!

3. Vísið ekki í gegnum aðra:
Stundum eruð þið að lesa bækur þar sem vitnað er í aðrar rannsóknir. Þá kemur að samkvæmt Jónu Jónsdóttur (2003) hafi Jón Jónsson 1978 fundið að ...... Notið eins lítið og mögulegt er af slíkum vísunum þið eigið að vera með frumheimildina.

4. Munnlegar heimildir
Það ætti ekki að vera nema í algjörri neyð að þið vísið í fyrirlestra úr námskeiðum eða fyrirlestra almennt (nema þeir hafi verið gefnir út á prenti). Það getur enginn farið og tékkað af slíka heimild.

5. Heimildir á Netinu
Á www.hvar.is og víðar er hægt að finna mikið magn af tímaritsgreinum sem eru ritrýndar (sumar hafa áður komið út á pappír aðrar ekki). Þarna eru í raun um hefðbundnar tímaritsgreinar að ræða sem búið er að lesa yfir af öðrum fræðimönnum og samþykkja til birtingar. Það er ekkert að því að nota slíkar heimildir.
Heimildir af heimasíðum fólks eru aftur á móti ekki eins traustar heimildir sérstaklega vegna þess að ekki er búið að ritrýna þær (nema þær hafi birst annars staðar).

5. Mogginn og önnur dagblöð
Með fullri virðingu fyrir Morgunblaðinu og öðrum dagblöðum þetta eru ekki fræðileg tímarit. Það er þó fínt að vísa í Moggann (notað hér sem samheiti fyrir dagblöð) ef verið að vísa í almenna umræðum t.d. að miklar deilur hafi verið um stærðfræðikennslu þá væri fínt að vitna í greinar foreldra í blöðum. Ekki vísa í greinar þar sem verið er að segja frá niðurstöðum rannsókna vísindamanna - oft er ekki haft rétt eftir og þarna vantar líka að búið sé að ritrýna efnið.

6. Notið tímaritsgreinar:
Tímaritsgreinar íslenskar og erlendar eru oft með nýjustu þekkinguna á hverju sviði. Þið eigið að vísa í það sem nýtt og svo náttúrulega í það sem er klassískt.


www.hvar.is þetta er gullnáma þarna má finna ógrynni af tímaritsgreinum.
Bókasafn KHÍ þar má margt finna og þar vinna fínar fagmanneskjur sem getað aðstoðað ykkur.
Munið að möguleiki er á að kaupa bækur á safnið samkvæmt ábendingum nemenda eða fá þær í millisafnalán.


Sendið mér endilega línu hvort ykkur finnst ástæða til að fá slíka pistla eða hvort þetta sé það augljóst að óþarfi sé að minna á slíka hluti.