Nokkur atriði sem ég hef rekist oft á og ég vil að þið tékkið á áður en þið skilið ritgerð:
Efnisyfirlit er illa sett upp. Það er ekki samræmi í útliti og stundum eru punktar á eftir kaflaheitum stundum ekki. Hér er samræmi lykilorðið. Eru blaðsíðutölin ekki örugglega rétt.
Flettið í gegnum ritgerðin og skoðið hvort leturgerð og línubil sé ekki alltaf það sama.
Þá eru það fyrirsagnirnar er samræmi í þeim t.d. hvað varðar leturstærð og staðsetningu á síðu.
Þá eru það töflurnar (ef við á). Eru þær allar eins! Er uppsetning alltaf eins? Skoðið hverja töflu fyrir sig vandlega og skoðið hvort samræmi sé í uppsetningu og hvort punktar séu alls staðar þar sem þeir eiga að vera.
Myndir eru þær eins uppsettar. Er samræmi í notkun lita í þeim. Er samræmi í því hvar ásarnir byrja (á 0 t.d.)
Fara í gegnum ritgerðin og skoða hvort allar heimildir séu ekki örugglega í heimildaskrá (þetta er í ólagi í meirihluta ritgerða sem skilað er inn þannig að þetta er möst!)
Skoða vandlega stafsetningu á nöfnum erlendra höfunda
Fara yfir heimildaskrána og skoða hvort þar séu heimildir sem ekki er vísað í þær eiga þá að fara út.
Fara vandlega yfir uppsetningu á heimildaskrá. Þið notið annað hvort APA eða kerfi Baldur og Indriða. Hvert bil og hver punktur og komma þarf að vera á sínum stað. Það getur verið ágætt að fara fyrst yfir allar tímaritsgreinar sjá hvort samræmi er í uppsetningu og það í samræmi við kerfið sem er notað. Síðan að fara yfir bækur og …….
Er heimildaskráin ekki örugglega í stafrófsröð
Eru viðaukar númeraðir og merktir?
Prófarkalestur!! Notið þá möguleika sem eru í boði af “sjálfvirkum prófarkalestri” t.d. notið Word til að finna þar sem eru tvö bil á milli orða, notið Tölvuorðbók til að lesa yfir
Notið íslenskar gæsalappir sjá t.d. http://www.vma.is/Gryfjan/sertakn.html
Ekki byrja kafla á að draga inn (með greinaskilum)
Athugið hvort of mikið sé af greinaskilum (ekki ein setning og síðan greinaskil)
Viðauki I: Frágangur meistaraprófsverkefna
Um frágang meistaraprófsverkefna gilda eftirfarandi reglur:
Ritgerðin skal bera sérstaka titilsíðu með heiti verkefnis, nafni höfundar, skilamánuði, ártali og nafni skólans. Heiti verkefnis skal vera lýsandi um inntak þess. Einnig skal standa á titilblaði að um lokaverkefni til M.Ed.-prófs sé að ræða. Uppsetning á titilsíðu skal vera í samræmi við fyrirmynd sem Kennaraháskóli Íslands gefur út. Í formála skal geta leiðsögukennara og annarra aðstoðarmanna. Einnig skulu koma fram í formála upplýsingar um vægi verkefnisins í einingum.
Á eftir titilblaði skal fara stutt ágrip, hálf til ein síða. Þar á eftir fer sundurliðað efnisyfirlit. Kaflaskipt meginmál ritgerðarinnar hefst þegar á eftir efnisyfirliti. Ef sérstakt yfirlit er í ritgerðinni um myndir og töflur skal það koma á eftir almennu efnisyfirliti og á undan meginmáli. Meginkaflar ritgerðarinnar skulu ávallt byrja með fyrirsögn á nýrri blaðsíðu u.þ.b. 2-3 sm neðar en meginmál á venjulegri síðu. Ef um er að ræða viðauka sem fylgja ritgerðinni skulu þeir vera tölusettir á eftir meginmáli og heimildaskrá. Ef nafnaskrá eða atriðisorðaskrá fylgja ritgerðinni skulu þær koma á eftir heimildaskrá.
Í lok ritgerðar skal vera nákvæm heimildaskrá. Leiðbeiningar um frágang heimildaskrár og tilvitnana er að finna í Skráningu heimilda og tilvísana í fræðilegum ritgerðum eftir Baldur Sigurðsson og Indriða Gíslason. (Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands 1993). Einnig má nota tilvísanakerfi American Psychological Association (APA). Því er lýst í Publication Manual of the American Psychological Association 4. útg. Kerfi þetta hefur verið staðfært fyrir Ísland og er lýsingu á því að finna í Handbók sálfræðiritsins eftir Einar Guðmundsson og Júlíus K. Björnsson.
Verkefnið skal tölvusett eða vélritað á A4 síður. Spássía við kjöl skal vera 4-4,5 sm, en 2,5-3 sm við blaðrönd. Nota skal 14p Times letur eða annað sambærilegt krókaletur. Þá skal nota eitt og hálft eða tvöfalt línubil. Ritgerðin skal öll, að viðaukum meðtöldum, vera með samfelldu blaðsíðutali.
Tölusetning hefst með titilsíðu. Blaðsíðutal skal vera neðst á síðu fyrir miðju.