Wednesday, August 03, 2005

Tékklisti

Tékklisti við lokafrágang meistaraprófsritgerð

Er forsíða í samræmi við leiðbeiningar í kennsluskrá

Fylgir ágrip á íslensku og ensku

Er efnisyfirlit og eru þau blaðsíðutöl sem það vísar í rétt
• Er fullkomið samræmi í uppsetningu efnisyfirlitsins?
• Ekki er settur punktur á eftir kaflaheitum


Kaflaheiti
• Farið eina umferð yfir ritgerðina og skoðið hvort samræmi sé í kaflaheitum (t.d. leturgerð).

Jöfnun á síðu og letur
Farið eina umferð og skoðið hvort jöfnun á síður sé allsstaðar eins (ekki stundum jafnað og stundum ekki). Skoðið einnig hvort letur og línubil sé allsstaðar það sama í ritgerðinni.

Gæsalappir og strik
• Notið íslenskar gæsalappir „niðri og uppi og snúa rétt“
• Gerið greinamun á bandstriki (félags- og stjórnmálafræði) og tengistriki (3–7 ára)

Greinaskil
• Annað hvort inndregin greinaskil eða aukabil á milli lína. Farið eina umferð yfir ritgerðina til að skoða hvort greinaskil eru alltaf eins gerð.
• Ekki eiga að vera inndregin greinaskil eftir kaflaheiti.

Stafsetning
• Látið prófarkalesa ritgerðina. Notið einnig forrit sem finna villur. Það er EKKI hlutverk leiðsögukennara að prófarkalesa fyrir ykkur.

Ýmislegt
Skrifið lágar tölur með bókstöfum.

Aukabil á milli orða
Byrjið á því að smella á þá ættuð þið að sjá punta á milli orða sem sína fjölda bila

Sbr.



Takið út öll tvöföld bil og það eiga ekki að vera tvöföld bil á eftir punkti.

Þið getið líka notað Edit --- Find og látið tölvuna leita að tvöföldum bilum.



Þið fáið þá upp þessa mynd og í bilið fyrir aftan Find what setjið þið tvö bil. Síðan smellið þið á Find Next.





Heimildaskrá
Það gæti tekið heilan dag að ganga frá heimildaskrá – gefið ykkur tíma.

Fyrst notið eitthvert viðurkennt kerfi. Farið yfir hverja heimild og berið saman við kerfið. Það er ágætt að taka allar tímaritsgreinar og bera saman, síðan allar bækur og svo koll af kolli. Þetta er mikil nákvæmisvinna því hver punktur og komma þarf að vera á sínum stað.

Mér finnst gott að fara eina umferð og skoða hvort punktar séu á réttum stöðum við ártalið, aðra til að skoða hvort punktar séu alltaf við lok hverrar heimildar og þannig koll af kolli (gott kaffi hjálpar við þessa vinnu!)

Passið sérstaklega stafsetningu á erlendum heimildum.

Athugið hvort heimildaskrá sé í réttri stafrófsröð.

Berið saman ritgerð og heimildaskrá.
• Eru allir heimildar sem vísað er í í heimildaskrá
• Takið út úr heimildaskrá það sem ekki er vísað í
• Eru öll ártöl rétt (samræmi milli ritgerðar og heimildaskrár)
• Er talin upp réttur fjöldi höfunda.

Beinar tilvitnanir þarf að lesa saman við frumheimildina.

Vinsamlega athugið. Þetta er vinna sem þið eigið að framkvæma (eða láta gera t.d. prófarkalestur). Þetta er ekki verkefni leiðbeinanda ykkar eða umsjónarmanns námsins. Vandið frágang það gleður alltaf prófdómara ykkar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home